Erlent

Ban Ki-moon í Kongó

Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. MYND/AP

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er nú í sinni fyrstu heimsókn til Afríku og hóf hann ferð sína í Kongó. Ban talaði við nýkjörið þing landsins og sagði þar að Kongó gæti treyst á stuðning Sameinuðu þjóðanna við uppbyggingu landsins.

Ban sagði einnig að SÞ ætluðu ekki að draga úr fjölda friðargæsluliða í landinu því enn væri mikið verk óunnið. Kongó, sem var áður nýlenda Belgíu, var vettvangur stríðsátaka frá árunum 1997 til 2003. Talið er að 4 milljónir manna hafi látið lífið í þeim hörmungum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×