Innlent

Öngþveiti á landsfundi Frjálslyndra

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. MYND/Vilhelm

Töluvert öngþveiti ríkir á landsfundi Frjálslynda flokksins sem nú stendur yfir á Hótel Loftleiðum en um eitt þúsund manns eru á fundinum. Guðjón Arnar Kristjánsson var sjálfkjörinn í embætti formanns þar sem hann var einn í framboði. Enn er verið að kjósa í varaformannsembætti og til ritara.

Á fundinum er meðal annars kosið í varaformannsembætti flokksins og búist er við því að mjótt verði á munum en Margrét Sverrisdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson bítast um embættið.

Magnús Reynir Guðmundsson, framkvæmdastjóri flokksins, sagði í samtali við fréttamann Vísis að Frjálslyndir væru gríðarlega ánægðir með þessa miklu þáttöku í kosningunum. Sagði hann að mikið hefði verið  um nýskráningar og sökum þessa fólksfjölda hefur orðið töluverð seinkun á dagskrá dagsins. Búist er við tölum úr varaformannskosningunni um klukkan hálffimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×