Innlent

Tugir þúsunda mótmæla í Bandaríkjunum

Mótmælendur báru mikið af spjöldum.
Mótmælendur báru mikið af spjöldum. MYND/AP

Tugir þúsunda mótmæltu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í dag. Fólkið var að mótmæla stríðsrekstrinum í Írak og krafðist þess að hersveitirnar yrðu sendar heim á leið. Mótmælendur báru slagorð gegn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og friðarorð. Ættingjar og vinir hermanna sem létust í Írak tóku einnig þátt í mótmælunum.

Ein fjölskylda hélt á mynd af syni sínum, sem lést í Bagdad árið 2004. Á hana stóð skrifað „ Komið með systur hans og bróður heim núna!" Mótmælin eru haldin á sama tíma og andstaða í bandaríska þinginu við stríðið í Írak hefur verið að aukast. Öldungadeild þingsins gæti samþykkt frumvarp á næstu dögum sem lýsir yfir andstöðu þess við fjölgun hermanna í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×