Erlent

Beckham leikur prinsinn

Beckham í  hlutverki prinsins.
Beckham í hlutverki prinsins. MYND/AP

Knattspyrnugoðið David Beckham hefur lagt fótboltaskó sína til hliðar um stund og tekið upp sverðið. Með því bjargar hann Þyrnirós líkt og í ævintýrinu forðum.

Beckham er þegar kominn á stjörnukortið í Bandaríkjunum eftir að ljóst var að hann væri á leið til knattspyrnuliðsins Los Angeles Galaxy í MLS deildinni bandarísku.

Tilboð utan knattspyrnuvallarins láta ekki á sér standa og var hann valinn í herferð Disney-fyrirtæksins sem ber heitið „Ár hinna milljón drauma." Þátttakendur bregða sér í gervi frægra Disney persóna. Beckham verður Filipus prins úr ævintýrinu um Þyrnirós.

Með Beckham eru frægir skemmtikraftar á borð við söng- og leikkonuna Beyonce, sem verður Lísa í Undralandi, leikkonuna Scarlett Johansson sem leikur Öskubusku og söngvarann Lyle Lovett sem verður hérinn í Undralandinu. Ljósmyndarinn heimsfrægi, Anne Leibovitz, var síðan fengin til að festa þau á filmu í hlutverkunum.

Beckham segir taka að sér hlutverk prinsins sem felli dreka. Það sé eitthvað sem hann hafi augljóslega ekki gert áður. Hann segir verkefnið spennandi og honum hafi þótt það heiður að fá að taka þátt. Hann hafi hlakkað til að vinna með Anne Leibovitz. Hún taki fallegar myndir.

Myndirnar verða birtar í tímaritum á borð við Vanity Fair, GQ og Vogue.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×