Erlent

Trúboðar myrtir í Kenía

Frá vettvangi glæpsins í Næróbí í Kenía.
Frá vettvangi glæpsins í Næróbí í Kenía. MYND/AP

Bílræningjar vopnaðir AK-47 árásarrifflum skutu tvær konur til bana í Næróbí, höfuðborg Kenía, í morgun. Þær voru í bíl sem var eign bandaríska sendiráðsins. Lögregla drap síðan tvo ræningjanna eftir skotbardaga á milli þeirra. Tveir lögreglumenn særðust í bardaganum.

Keníska lögreglan sagði að fólkið í bílnum hefði verið of lengi að koma sér út og þess vegna hefðu ræningjarnir skotið þær. Í bílnum var hópur trúboða sem var á leið til vinafólks. Bílrán sem þessi eru algeng í Næróbí en venjulega eru þau framin í skjóli nætur. Þetta er í fjórða sinn á síðustu tólf mánuðum sem glæpamenn í Kenía ráðast á diplómata eða fjölskyldur þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×