Erlent

Correa vill skipa konu sem varnarmálaráðherra

Larriva og Correa sjást hér þann 27. desember á síðasta ári.
Larriva og Correa sjást hér þann 27. desember á síðasta ári. MYND/AP

Rafael Correa, forseti Ekvador, ætlar sér að skipa aðra konu í embætti varnarmálaráðherra landsins. Konan sem hann skipaði í embætti í byrjun janúar, Guadalupe Larriva, lést í voveiflegu þyrluslysi rúmri viku eftir að hún tók við embætti.

Margir höfðu gagnrýnt val hans á konu til þess að vera yfirmaður hersins en Correa er fastur á sínu. Þegar hann var spurður af hverju hann vildi konu sem yfirmann varnarmála svaraði Correa að „móðurlegt hjarta hafi áorkað meiru heldur en styrk hönd herforingjanna."

Correa hefur þegar fyrirskipað opinbera rannsókn á slysinu sem leiddi til dauða fyrrum varnarmálaráðherra landsins, Guadalupe Larriva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×