Sport

Grönholm ætlar að hætta eftir tímabilið

Marcus Grönholm er að leggja stýrið á hilluna
Marcus Grönholm er að leggja stýrið á hilluna NordicPhotos/GettyImages

Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm hefur tilkynnt að yfirstandandi keppnistímabil í rallakstri verði hans síðasta á ferlinum. Grönholm leiðir keppni ökuþóra á heimsmeistaramótinu til þessa og varð heimsmeistari árin 2000 og 2002.

"Ég hef fengið mikið út úr þessum 20 árum á bak við stýrið og mig dreymdi alltaf um að hætta á toppnum," sagði hinn 39 ára gamli Grönholm á heimasíðu sinni. "Ég hef nú gott tækifæri til að hætta á toppnum og ætla mér að nýta það eins og ég get. Það er líka kominn tími til að leyfa öðrum ungum mönnum að láta drauma sína rætast í rallinu eins og ég fékk að gera á sínum tíma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×