Heimsótti skotgrafir fyrri heimsstyrjaldar 90 árum eftir að hafa barist þar Jónas Haraldsson skrifar 30. júlí 2007 10:50 Patch og van Emden á ferð um Belgíu. MYND/Vísir Síðasti eftirlifandi Bretinn sem barðist í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar heimsótti nýverið staðinn þar sem fleiri en 250 þúsund breskir hermenn létu lífið fyrir 90 árum síðan. Harry Patch, 109 ára, fór til Belgíu til þess að minnast bardagans um þorpið Passchendaele. Hann minntist bæði fallinna félaga sem og Þjóðverja og sagði þá hafa þjáðst alveg jafnmikið. Minningarathafnir vegna bardagans hefjast á morgun. Patch var í fótgönguliði hertogans af Cornwall og var kallaður í herinn þegar hann var 18 ára. Hann var þá lærlingur hjá pípara. Hann særðist alvarlega í skotgröfunum þegar sprengja sprakk aðeins nokkra metra frá honum. Þrír bestu vinir hans létu lífið í sprengingunni. Patch ferðaðist um svæðið með sagnfræðingnum Richard van Emden, sem hefur skráð endurminningar hans. Saman fóru þeir um þær fimm mílur sem bandamenn börðust við Þjóðverja um. Bardaginn tók 99 daga. Patch sagði stríð ekki virði eins mannlífs. „Of margir féllu í valinn. Stríð er ekki virði eins lífs," sagði hann. „Stríð er úthugsuð og viðurkennd aðferð til þess að slátra saklausu fólki," bætti hann síðan við. Hann sagði Þjóðverja hafa þjáðst ekki síður en bandamenn. Talið er að fleiri en 260 þúsund Þjóðverjar hafi látið lífið í bardaganum um Passchendaele. Bardagans er ekki síst minnst vegna þeirrar gríðarlegu rigningar sem var á meðan barist var. Bæði menn og hestar drukknuðu í leðjunni. Breskar, kanadískar, ástralskar og suður-afrískar hersveitir börðust þar gegn hersveitum Þjóðverja. Fréttastofa BBC sagði frá þessu í dag. Erlent Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Síðasti eftirlifandi Bretinn sem barðist í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar heimsótti nýverið staðinn þar sem fleiri en 250 þúsund breskir hermenn létu lífið fyrir 90 árum síðan. Harry Patch, 109 ára, fór til Belgíu til þess að minnast bardagans um þorpið Passchendaele. Hann minntist bæði fallinna félaga sem og Þjóðverja og sagði þá hafa þjáðst alveg jafnmikið. Minningarathafnir vegna bardagans hefjast á morgun. Patch var í fótgönguliði hertogans af Cornwall og var kallaður í herinn þegar hann var 18 ára. Hann var þá lærlingur hjá pípara. Hann særðist alvarlega í skotgröfunum þegar sprengja sprakk aðeins nokkra metra frá honum. Þrír bestu vinir hans létu lífið í sprengingunni. Patch ferðaðist um svæðið með sagnfræðingnum Richard van Emden, sem hefur skráð endurminningar hans. Saman fóru þeir um þær fimm mílur sem bandamenn börðust við Þjóðverja um. Bardaginn tók 99 daga. Patch sagði stríð ekki virði eins mannlífs. „Of margir féllu í valinn. Stríð er ekki virði eins lífs," sagði hann. „Stríð er úthugsuð og viðurkennd aðferð til þess að slátra saklausu fólki," bætti hann síðan við. Hann sagði Þjóðverja hafa þjáðst ekki síður en bandamenn. Talið er að fleiri en 260 þúsund Þjóðverjar hafi látið lífið í bardaganum um Passchendaele. Bardagans er ekki síst minnst vegna þeirrar gríðarlegu rigningar sem var á meðan barist var. Bæði menn og hestar drukknuðu í leðjunni. Breskar, kanadískar, ástralskar og suður-afrískar hersveitir börðust þar gegn hersveitum Þjóðverja. Fréttastofa BBC sagði frá þessu í dag.
Erlent Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira