Knattspyrna yfirgnæfir íþróttaumfjöllun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. október 2007 12:29 Þetta graf sýnir kynjamun íþróttafréttaumfjöllunar í dagblöðum árið 2006. Niðurstaða rannsóknar Önnu Guðrúnar Steindórsdóttur sýnir að knattspyrna er langstærsta umfjöllunarefni íþróttahluta Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Anna Guðrún útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands síðastliðið vor og notaði rannsóknina til að skrifa lokaritgerð sína. Öll blöð Fréttablaðsins og Morgunblaðsins frá árinu 2006 voru tekin fyrir og texti allra íþróttagreina mældur í dálksentimetrum. Greinarnar voru flokkaðar eftir íþróttagrein, kyni og innlendri eða erlendri umfjöllun. Það er skemmst frá því að segja að umfjöllun um knattspyrnu myndar rúm 53 prósent allrar íþróttaumfjöllunar í þessum dagblöðum á síðasta ári. Handbolti kemur næst með 27 prósent, körfubolti með tæp átta prósent og golf með rúm fimm prósent. Aðrar íþróttir, fyrir utan frjálsíþróttir, komast ekki yfir eitt prósent. Þetta er í litlu samræmi við iðkendatölur fyrir þetta ár eftir því sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar. Innlendar íþróttir fá meira pláss í blöðunum, um 60 prósent og erlendar íþróttir um 40 prósent. Þá kemur einnig fram að kynjamunur íþróttaumfjöllunar í dagblöðum er mjög mikill. Íþróttir karla skapa 87 prósenta umfjöllunarinnar og kvenna tæp tíu prósent. Rannsóknin var kynnt á hádegisfundi ÍSÍ á föstudaginn síðastliðinn og má sjá glærur frá fyrirlestri Önnu Guðrúnar hér. Íþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Niðurstaða rannsóknar Önnu Guðrúnar Steindórsdóttur sýnir að knattspyrna er langstærsta umfjöllunarefni íþróttahluta Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Anna Guðrún útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands síðastliðið vor og notaði rannsóknina til að skrifa lokaritgerð sína. Öll blöð Fréttablaðsins og Morgunblaðsins frá árinu 2006 voru tekin fyrir og texti allra íþróttagreina mældur í dálksentimetrum. Greinarnar voru flokkaðar eftir íþróttagrein, kyni og innlendri eða erlendri umfjöllun. Það er skemmst frá því að segja að umfjöllun um knattspyrnu myndar rúm 53 prósent allrar íþróttaumfjöllunar í þessum dagblöðum á síðasta ári. Handbolti kemur næst með 27 prósent, körfubolti með tæp átta prósent og golf með rúm fimm prósent. Aðrar íþróttir, fyrir utan frjálsíþróttir, komast ekki yfir eitt prósent. Þetta er í litlu samræmi við iðkendatölur fyrir þetta ár eftir því sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar. Innlendar íþróttir fá meira pláss í blöðunum, um 60 prósent og erlendar íþróttir um 40 prósent. Þá kemur einnig fram að kynjamunur íþróttaumfjöllunar í dagblöðum er mjög mikill. Íþróttir karla skapa 87 prósenta umfjöllunarinnar og kvenna tæp tíu prósent. Rannsóknin var kynnt á hádegisfundi ÍSÍ á föstudaginn síðastliðinn og má sjá glærur frá fyrirlestri Önnu Guðrúnar hér.
Íþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira