Erlent

Khader hótar að ganga á dyr

Óli Tynes skrifar

Naser Khader, formaður Nýja bandalagsins í Danmörku hefur hótað að slíta stjórnarmyndurnarviðræðum vegna ósættis við Piu Kjærsgård, formann Danska þjóðarflokksins.

Khader segir að hann sé orðinn leiður á hrokanum í Kjærsgård.

Það kemur ekki á óvart að það skuli slá í brýnu milli þeirra tveggja. Khader er sýrlenskur að uppruna og leggur talsverða áherslu á að farið sé mildum höndum um innflytjendur.

Danski þjóðarflokkurinn leggur jafn mikla áherslu á að takmarka sem mest straum innflytjenda til Danmerkur.

Khader segir að ef ekki sé hægt að ná samkomulagi um innflytjendur þá séu þeir farnir. Hann segir þó að hann muni ekki fara í stjórnarandstöðuna heldur vera hlutlaus og sjálfstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×