Ég skar Crabb á háls Óli Tynes skrifar 16. nóvember 2007 15:07 Lionel Crabb kemur úr köfunarleiðangri. Ein mesta ráðgáta kalda stríðsins hefur nú verið leyst. Kannski. Hver urðu örlög breska sjóliðsforingjans og froskkafarans Lionels Crabb? Hann hvarf árið 1956 þegar hann var að skoða skrokkinn á sovéska beitiskipinu Ordzhonikidze í höfninni í Portsmouth. Þangað hafði skipið flutt Nikita Kruschev, arftaka Jósefs Stalíns og fleiri háttsetta embættismenn, til viðræðna við bresk stjórnvöld. Mörgum mánuðum seinna fannst höfuð- og handalaust laust lík af froskmanni á floti undan ströndinni í grennd við Chichester. Þá var ekkert vitað hvað DNA var, en eftir mikla rannsókn var úrskurðað að líkið væri af Lionel Crabb. Lionel Crabb var 47 ára gamall þegar þetta gerðist. Hann hafði verið heiðraður fyrir framgöngu sína sem froskmaður í síðari heimsstyrjöldinni, en var hættur í flotanum þegar þetta gerðist. Breska leyniþjónustan MI6 fékk hann til þess að kafa við beitiskipið. Það var án vitundar ríkisstjórnarinnar og Sir Anthony Edens, sem þá var forsætisráðherra. Rússarnir sögðu að þeir hefðu séð til froskmanns við Ordzhonikidze og að það hefði verið njósnað um þá. Það fór auðvitað allt í háaloft og fundurinn rann út í sandinn. En Rússarnir sögðu bara að þeir hefðu séð til froskmanns. Þeir viðurkenndu ekkert annað. Ekki voru nærri allir vissir um að líkið sem fannst við Chichester hefði verið af Crabb. Miklar getgátur og samsæriskenningar fóru af stað. Meðal annars að Rússar hefðu rænt froskmanninum og haft hann með sér til Sovétríkjanna. Þar hefði hann verið heilaþveginn og snúið gegn Bretum. Í nýlegri rússneskri heimildarmynd er hinsvegar rætt við Eduard Koltsov sem var skipverji og froskmaður á Ordzhonikidze. Hann segist hafa skorið Crabb á háls með hnífi, sem hann sýndi kvikmyndagerðarfólkinu. "Ég var að synda í kringum skipið og sá útlínur froskmanns sem var að fikta við eitthvað á skipssíðunni, við skotfærageymsluna. Ég synti nær og sá að hann var að koma fyrir sprengju. Þá skar ég hann á háls." Koltsov, sem var 23 ára þegar þetta gerðist var síðar heiðraður með leynd fyrir framgöngu sína. Það er svosem ekki ástæða til þess að draga frásögn Koltsovs í efa. En það er frekar ólíklegt að hann hafi dregið réttar ályktanir á þessu dramatiska augnabliki. Það er varla hægt að ímynda sér að jafnvel áköfustu rússahöturum í MI6 hafi dottið í hug að sprengja upp rússneskt beitiskip í breskri höfn. Sem var að flytja þangað nýjan forsætisráðherra Rússlands, eða aðalritara kommúnistaflokksins eins og það hét í þá daga. Miklu líklegra er að Crabb hafi verið að koma fyrir hlerunarbúnaði, eða þá einfaldlega verið að skoða skrokk skipsins til þess að gá hvort þar væru einhverjar nýjungar að finna. Rússar voru uppfinningasamir í skipasmíði og voru til dæmis þjóða fyrstir til þess að setja bógskrúfur á skip. Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Ein mesta ráðgáta kalda stríðsins hefur nú verið leyst. Kannski. Hver urðu örlög breska sjóliðsforingjans og froskkafarans Lionels Crabb? Hann hvarf árið 1956 þegar hann var að skoða skrokkinn á sovéska beitiskipinu Ordzhonikidze í höfninni í Portsmouth. Þangað hafði skipið flutt Nikita Kruschev, arftaka Jósefs Stalíns og fleiri háttsetta embættismenn, til viðræðna við bresk stjórnvöld. Mörgum mánuðum seinna fannst höfuð- og handalaust laust lík af froskmanni á floti undan ströndinni í grennd við Chichester. Þá var ekkert vitað hvað DNA var, en eftir mikla rannsókn var úrskurðað að líkið væri af Lionel Crabb. Lionel Crabb var 47 ára gamall þegar þetta gerðist. Hann hafði verið heiðraður fyrir framgöngu sína sem froskmaður í síðari heimsstyrjöldinni, en var hættur í flotanum þegar þetta gerðist. Breska leyniþjónustan MI6 fékk hann til þess að kafa við beitiskipið. Það var án vitundar ríkisstjórnarinnar og Sir Anthony Edens, sem þá var forsætisráðherra. Rússarnir sögðu að þeir hefðu séð til froskmanns við Ordzhonikidze og að það hefði verið njósnað um þá. Það fór auðvitað allt í háaloft og fundurinn rann út í sandinn. En Rússarnir sögðu bara að þeir hefðu séð til froskmanns. Þeir viðurkenndu ekkert annað. Ekki voru nærri allir vissir um að líkið sem fannst við Chichester hefði verið af Crabb. Miklar getgátur og samsæriskenningar fóru af stað. Meðal annars að Rússar hefðu rænt froskmanninum og haft hann með sér til Sovétríkjanna. Þar hefði hann verið heilaþveginn og snúið gegn Bretum. Í nýlegri rússneskri heimildarmynd er hinsvegar rætt við Eduard Koltsov sem var skipverji og froskmaður á Ordzhonikidze. Hann segist hafa skorið Crabb á háls með hnífi, sem hann sýndi kvikmyndagerðarfólkinu. "Ég var að synda í kringum skipið og sá útlínur froskmanns sem var að fikta við eitthvað á skipssíðunni, við skotfærageymsluna. Ég synti nær og sá að hann var að koma fyrir sprengju. Þá skar ég hann á háls." Koltsov, sem var 23 ára þegar þetta gerðist var síðar heiðraður með leynd fyrir framgöngu sína. Það er svosem ekki ástæða til þess að draga frásögn Koltsovs í efa. En það er frekar ólíklegt að hann hafi dregið réttar ályktanir á þessu dramatiska augnabliki. Það er varla hægt að ímynda sér að jafnvel áköfustu rússahöturum í MI6 hafi dottið í hug að sprengja upp rússneskt beitiskip í breskri höfn. Sem var að flytja þangað nýjan forsætisráðherra Rússlands, eða aðalritara kommúnistaflokksins eins og það hét í þá daga. Miklu líklegra er að Crabb hafi verið að koma fyrir hlerunarbúnaði, eða þá einfaldlega verið að skoða skrokk skipsins til þess að gá hvort þar væru einhverjar nýjungar að finna. Rússar voru uppfinningasamir í skipasmíði og voru til dæmis þjóða fyrstir til þess að setja bógskrúfur á skip.
Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira