Erlent

Í kulda og trekki

Óli Tynes skrifar
Við viljum konur!
Við viljum konur!

Átján milljónum fleiri karlmenn en konur á giftingaaldri búa í Kína. Þetta ójafnvægi er að mestu til komið vegna þeirrar stefnu stjórnvalda að banna hjónum að eignasts fleiri en eitt barn.

Sem hefur aftur þær afleiðingar að stúlkufóstrum er miskunnarlaust eytt.

Í Kína er hefð fyrir því að synir ali önn fyrir foreldrum sínum þegar þeir gamlast. Þegar konur verða ófrískar fara þær því í ómskoðun.

Ef fóstrið er kvenkyns er því eytt. Þetta er að vísu bannað með lögum, en það hefur lítið að segja.

Varað er við að þetta ójafnvægi á milli kynjanna sé sífellt að aukast. Árið 2020 verði þrjátíu milljónum fleiri karlmenn en konur á giftingaaldri í Kína.

Það kunni að ógna stöðugleika í þjóðfélaginu þar sem það geti leitt til andfélagslegrar hegðunar ungra manna, sem ná sér ekki í konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×