Lífið

Bubbi á gylltum Range Rover

Bubbi Morthens er mikill bílaáhugamaður eins og hefur vart farið fram hjá neinum. Hann fjárfesti á dögunum í splunkunýjum stórglæsilegum gylltum Range Rover Vogue.

Bíllinn er búinn öllum helsta aukabúnaði, er með 272 hestafla V8 díselvél og kostar rétt tæpar fjórtán milljónir. Bubbi hefur líklega fengið ágætis afslátt af bílnum, en hann hefur undanfarin ár komið fram í auglýsingum fyrir B&L, sem flytur inn Range Rover. ,,Er þetta nú frétt?" sagði Bubbi þegar Vísir náði tali af honum, og vildi lítið tjá sig um bílakaupin að öðru leiti en því að honum þætti bíllinn fallegur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.