Leikstjóri Star Trek til Íslands 10. ágúst 2007 02:15 Er væntanlegur til landsins á næstunni og ætlar að skoða aðstæður fyrir tökur á næstu Star Trek-mynd. Með honum á myndinni er leikarinn Tom Cruise. Miklar líkur eru á því að næsta Star Trek-mynd verði tekin hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins berjast Saga Film og Pegasus enn um að fá umsjón með tökunum hér á landi. Fyrirtækin hafa nú fengið send drög að kostnaðaráætlun og hefur verið gefinn frestur til koma með athugasemdir við hana. Heimildir Fréttablaðsins herma að báðir aðilar séu mjög bjartsýnir á að samningar takist og að meiri líkur en minni séu á að myndin verði að hluta til tekin upp hér á landi. Hins vegar geti brugðið til beggja vona í þessum bransa og því halda fyrirtækin að sér höndum þar til samningar hafa verið undirritaðir. Ef af yrði væri þetta mikill happafengur fyrir íslenska kvikmyndagerð því ef marka má fréttir á vefmiðlum þar vestra verður þessi mynd ein sú allra stærsta og dýrasta í sögu Star Trek-bálksins. Hvorki Snorri Þórisson hjá Pegasus né Jón Bjarni Guðmundsson hjá Saga Film vildu þó tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því en gríðarleg leynd hvílir yfir verkefninu. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum voru fulltrúar Paramount-fyrirtækisins staddir hér á landi fyrr á þessu ári til að skoða aðstæður og leist þeim vel á það sem fyrir augu bar. Upphaflega stóð til að Saga Film myndi koma eitt að þessu en svo bættist Pegasus í hópinn og berjast framleiðslufyrirtækin nú bæði um stóra vinninginn. Heimildir Fréttablaðsins herma að áætlað sé að tökur hefjist næsta vor enda komi snjór lítið við sögu úti í geimnum. Og því gæti enn liðið nokkur tími þar til að endanleg ákvörðun verður tekin. Hins vegar er von á leikstjóra myndarinnar, J.J. Abrams, hingað til lands á næstunni, en hann hefur verið kallaður næsti gullkálfur Hollywood enda höfundur sjónvarpsþáttanna Lost auk þess sem hann leikstýrði síðustu Mission: Impossible-mynd Toms Cruise. Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Miklar líkur eru á því að næsta Star Trek-mynd verði tekin hér á landi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins berjast Saga Film og Pegasus enn um að fá umsjón með tökunum hér á landi. Fyrirtækin hafa nú fengið send drög að kostnaðaráætlun og hefur verið gefinn frestur til koma með athugasemdir við hana. Heimildir Fréttablaðsins herma að báðir aðilar séu mjög bjartsýnir á að samningar takist og að meiri líkur en minni séu á að myndin verði að hluta til tekin upp hér á landi. Hins vegar geti brugðið til beggja vona í þessum bransa og því halda fyrirtækin að sér höndum þar til samningar hafa verið undirritaðir. Ef af yrði væri þetta mikill happafengur fyrir íslenska kvikmyndagerð því ef marka má fréttir á vefmiðlum þar vestra verður þessi mynd ein sú allra stærsta og dýrasta í sögu Star Trek-bálksins. Hvorki Snorri Þórisson hjá Pegasus né Jón Bjarni Guðmundsson hjá Saga Film vildu þó tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því en gríðarleg leynd hvílir yfir verkefninu. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum voru fulltrúar Paramount-fyrirtækisins staddir hér á landi fyrr á þessu ári til að skoða aðstæður og leist þeim vel á það sem fyrir augu bar. Upphaflega stóð til að Saga Film myndi koma eitt að þessu en svo bættist Pegasus í hópinn og berjast framleiðslufyrirtækin nú bæði um stóra vinninginn. Heimildir Fréttablaðsins herma að áætlað sé að tökur hefjist næsta vor enda komi snjór lítið við sögu úti í geimnum. Og því gæti enn liðið nokkur tími þar til að endanleg ákvörðun verður tekin. Hins vegar er von á leikstjóra myndarinnar, J.J. Abrams, hingað til lands á næstunni, en hann hefur verið kallaður næsti gullkálfur Hollywood enda höfundur sjónvarpsþáttanna Lost auk þess sem hann leikstýrði síðustu Mission: Impossible-mynd Toms Cruise.
Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein