Óttast að alheimskreppa skelli á Guðjón Helgason skrifar 10. ágúst 2007 18:30 Sérfræðingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði óttast alheimskreppu ef niðursveifla á mörkuðum í gær og í dag heldur áfram. Forsætisráðherra segir enn sem komið er enga ástæðu fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða. Dagurinn byrjaði illa á fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í morgun en niðursveifla var einnig á mörkuðum í gær vegna slæmrar stöðu þeirra fjármálastofnana sem lánað hafa fólki með slakt lánstraust fé til húsnæðiskaupa. Fjármálafyrirtæki hafa þurft að taka á sig mikið tap vegna þessa og hafa vanskil á lánum aukist verulega vegna hækkandi vaxta. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um tæp 4% í gær og í dag. Í Japan féll Nikkei-vísitalan um 2,5% í morgun og þá féll verð á hlutabréfum á mörkuðum í Hong Kong og Singapore um 2-4%. Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu lækkuðu í verði þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. Norska blaðið Aftenposten talar um blóðrauðan dag á norskum markaði en þar lækkaði gengi hlutabréfa um 2,1% á fyrsta hálftíma sem viðskipti voru heimil í morgun. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 3,1%, CAC-vísitalan franska lækkaði um 3% og hin þýska DAX um 1,6%. Seðlabankar Japans, Ástralíu, Evrópu og Bandaríkjanna hafa reynt að bregðast við þessu og dælt fé inn á markaðinn í þeirri von að ná jafnvægi og koma í veg fyrir frekari fall á mörkuðum. Þegar Kauphöll Íslands var lokað í dag hafði úrvalsvísitalan lækkað um 3,5% og krónan veikst um 2%. Gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum á Íslandi lækkaði mikið, mest í Exista um 6,5%. Sérfræðingar á alþjóðamarkaði segja að á þessari stundu sé ómögulegt að geta sér til um umfang vandans og áhrif hans um allan heim. Það sé þó ljóst að erfiðara verði fyrir banka, fyrirtæki og neytendur að fá lánsfé og nálgast lausafé. Að óbreyttu stefni í alheimskreppu. Sérfræðingar í íslenska bankageiranum segja að áhrifin hér verði vissulega einhver en íslensku bankarnir séu ekki berskjaldaðir fyrir lánveitingunum í Bandaríkjunum. Það verði hins vegar dýrara að taka lán og erfitt að fá þau. Skuldsettar yfirtökur verði færri og þá verði bankarnir af þókunartekjur. Þeir hafi þó varið sig vel fyrir veikingu krónunnar með að auka eigið fé í öðrum gjaldmiðlum fyrr í sumar. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir enga ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða vegna ástandsins. Auðvitað hafi hræringar erlendis áhrif á íslenskum markaði nú miðað við opið hagkerfi og alþjóðavæðingu. Hins vegar sjái hann ekki ástæðu til að ríkisstjórnin grípi til sérstakra aðgerða, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Erlent Fréttir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Sérfræðingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði óttast alheimskreppu ef niðursveifla á mörkuðum í gær og í dag heldur áfram. Forsætisráðherra segir enn sem komið er enga ástæðu fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða. Dagurinn byrjaði illa á fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í morgun en niðursveifla var einnig á mörkuðum í gær vegna slæmrar stöðu þeirra fjármálastofnana sem lánað hafa fólki með slakt lánstraust fé til húsnæðiskaupa. Fjármálafyrirtæki hafa þurft að taka á sig mikið tap vegna þessa og hafa vanskil á lánum aukist verulega vegna hækkandi vaxta. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um tæp 4% í gær og í dag. Í Japan féll Nikkei-vísitalan um 2,5% í morgun og þá féll verð á hlutabréfum á mörkuðum í Hong Kong og Singapore um 2-4%. Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu lækkuðu í verði þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. Norska blaðið Aftenposten talar um blóðrauðan dag á norskum markaði en þar lækkaði gengi hlutabréfa um 2,1% á fyrsta hálftíma sem viðskipti voru heimil í morgun. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 3,1%, CAC-vísitalan franska lækkaði um 3% og hin þýska DAX um 1,6%. Seðlabankar Japans, Ástralíu, Evrópu og Bandaríkjanna hafa reynt að bregðast við þessu og dælt fé inn á markaðinn í þeirri von að ná jafnvægi og koma í veg fyrir frekari fall á mörkuðum. Þegar Kauphöll Íslands var lokað í dag hafði úrvalsvísitalan lækkað um 3,5% og krónan veikst um 2%. Gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum á Íslandi lækkaði mikið, mest í Exista um 6,5%. Sérfræðingar á alþjóðamarkaði segja að á þessari stundu sé ómögulegt að geta sér til um umfang vandans og áhrif hans um allan heim. Það sé þó ljóst að erfiðara verði fyrir banka, fyrirtæki og neytendur að fá lánsfé og nálgast lausafé. Að óbreyttu stefni í alheimskreppu. Sérfræðingar í íslenska bankageiranum segja að áhrifin hér verði vissulega einhver en íslensku bankarnir séu ekki berskjaldaðir fyrir lánveitingunum í Bandaríkjunum. Það verði hins vegar dýrara að taka lán og erfitt að fá þau. Skuldsettar yfirtökur verði færri og þá verði bankarnir af þókunartekjur. Þeir hafi þó varið sig vel fyrir veikingu krónunnar með að auka eigið fé í öðrum gjaldmiðlum fyrr í sumar. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir enga ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða vegna ástandsins. Auðvitað hafi hræringar erlendis áhrif á íslenskum markaði nú miðað við opið hagkerfi og alþjóðavæðingu. Hins vegar sjái hann ekki ástæðu til að ríkisstjórnin grípi til sérstakra aðgerða, að minnsta kosti ekki að svo stöddu.
Erlent Fréttir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira