Ótrúleg afbrotasaga Þórður Snær Júlíusson skrifar 22. apríl 2007 08:00 Félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi. Hópurinn vakti fyrst athygli þegar hann var handtekinn eftir innbrot þar í september í fyrra. Nýverið var þingfest mál í Hérasdómi Reykjavíkur þar sem hópur ungmenna var ákærður í alls 70 liðum vegna afbrota sem framin voru að langmestu leyti frá júlíbyrjun í fyrra og fram í lok janúar síðastliðins. Í hópnum sem málið beinist að eru tíu manns á aldrinum fimmtán til 26 ára. Ákæruliðirnir eru alls 70 talsins og eru flestir þeirra vegna innbrota og annarra þjófnaða, fjársvika, fíkniefnamisferlis, eignarspjalla og mýmarga bílþjófnaða. Þrír menn tengjast langflestum brotunum, þeir Davíð Þór Gunnarsson (19 ára), Sigurbjörn Adam Baldvinsson (22 ára) og Jon Einar Randversson (24 ára). Þeir hlutu allir fangelsisdóma í febrúar síðastliðnum sem hluti af Árnesgenginu svokallaða. Því fer nærri að mennirnir séu nokkurskonar methafar í þessari tegund afbrota. Á tímabilinu júní 2006 til og með janúar 2007 voru 1.007 einstaklingar á aldrinum 16-25 ára kærðir fyrir hegningar eða sérrefsilagabrot (önnur en umferðarlagabrot) hjá embættum sem nú tilheyra embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Langstærsti hluti þeirra voru aðeins með eitt mál en um fjögur prósent einstaklinga á þessum aldri voru með fimm mál eða fleiri á tímabilinu. Sá sem var með flest var með 36 mál, en það eru ekki endilega allt mál sem farið hafa í ákæru. Þeir Sigurbjörn (39 ákæruliðir) og Davíð (38 ákæruliðir) eru því greinilega nokkuð sér á báti. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði sagði nýverið í Fréttablaðinu að um óvenjulega mikla virkni væri um að ræða hjá litlum hópi fólks á ekki lengra tímabili. „Ég man ekki eftir öðrum eins fjölda afbrota á svona skömmum tíma. Þarna er líklega um að ræða ákveðin kjarnahóp þar sem afbrot eru hluti af lífstíl. Þetta er einfaldlega það sem þau gera.“ Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Nýverið var þingfest mál í Hérasdómi Reykjavíkur þar sem hópur ungmenna var ákærður í alls 70 liðum vegna afbrota sem framin voru að langmestu leyti frá júlíbyrjun í fyrra og fram í lok janúar síðastliðins. Í hópnum sem málið beinist að eru tíu manns á aldrinum fimmtán til 26 ára. Ákæruliðirnir eru alls 70 talsins og eru flestir þeirra vegna innbrota og annarra þjófnaða, fjársvika, fíkniefnamisferlis, eignarspjalla og mýmarga bílþjófnaða. Þrír menn tengjast langflestum brotunum, þeir Davíð Þór Gunnarsson (19 ára), Sigurbjörn Adam Baldvinsson (22 ára) og Jon Einar Randversson (24 ára). Þeir hlutu allir fangelsisdóma í febrúar síðastliðnum sem hluti af Árnesgenginu svokallaða. Því fer nærri að mennirnir séu nokkurskonar methafar í þessari tegund afbrota. Á tímabilinu júní 2006 til og með janúar 2007 voru 1.007 einstaklingar á aldrinum 16-25 ára kærðir fyrir hegningar eða sérrefsilagabrot (önnur en umferðarlagabrot) hjá embættum sem nú tilheyra embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Langstærsti hluti þeirra voru aðeins með eitt mál en um fjögur prósent einstaklinga á þessum aldri voru með fimm mál eða fleiri á tímabilinu. Sá sem var með flest var með 36 mál, en það eru ekki endilega allt mál sem farið hafa í ákæru. Þeir Sigurbjörn (39 ákæruliðir) og Davíð (38 ákæruliðir) eru því greinilega nokkuð sér á báti. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði sagði nýverið í Fréttablaðinu að um óvenjulega mikla virkni væri um að ræða hjá litlum hópi fólks á ekki lengra tímabili. „Ég man ekki eftir öðrum eins fjölda afbrota á svona skömmum tíma. Þarna er líklega um að ræða ákveðin kjarnahóp þar sem afbrot eru hluti af lífstíl. Þetta er einfaldlega það sem þau gera.“
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira