Innlent

Bjarni græðir tæpa milljón á hvern starfsmann OR

Andri Ólafsson skrifar

Hluturinn sem Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, fékk að kaupa í dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, á genginu 1,28, er nú metinn af REI á 1082 milljónir.

Samkvæmt sérstökum samningi sem Bjarni gerði við Hauk Leósson stjórnarformann Orkuveitunnar greiddi Bjarni 500 milljónir á genginu 1.28 fyrir hlutinn og hefur því meira en tvöfaldað fjárfestingu sína því REI metur gengið nú á 2.77.

Bjarni er sá eini, fyrir utan Jón Diðrik Jónsson, góðvin Bjarna úr Glitni sem ráðinn var í sérverkefni fyrir REI, sem fengið hefur að kaupa á þessum sérkjörum. Jón Diðrik keypti fyrir 30 milljónir.

Til samanburðar má nefna að starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur, sem skapað hafa þá þekkingu og reynslu sem býr til virði REI, eru tæplega 600.

Bjarni Ármannsson hefur því hagnast sem nemur tæpri milljón á hvern starfsmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×