Erlent

Lífvörður Díönu prinsessu flúinn til Írak

Lífvörður Díönu prinsessu, Trevor Rees, hefur hafið störf hjá öryggisfyrirtæki sem starfar í Írak. Að sögn eiginkonu hans er það til þess að flýja áreitið sem fylgir nýrri rannsókn á dauða Díönu.

Nýja starfið er að sögn kunnugra stórhættulegt enda látast margir öryggistarfsmenn í hinu stríðshrjáða landi ár hvert.

En Rees, sem slasaðist lífshættulega í bílslysinu sem leiddi til dauða Díönu, er æstur í að komast frá Bretlandi svo hann þurfi ekki að endurlifa atburðina í París eina ferðina enn.

Rannsóknin sem nú stendur yfir er ein sú ítarlegasta sem fram hefur farið síðan Díana dó. Henni hefur fylgt gríðarleg fjölmiðlaumfjöllun í Bretlandi og áreitið sem því fylgir er eitthvað sem Trevor Rees þurfti ekki á að halda segir kona hans.

"Hann vill ekkert með þessa rannsókn hafa, hann vill bara halda áfram með líf sitt," sagði Ann kona hans um málið.

"Það að hann sé reiðubúinn að fara alla leið til Írak sýnir hvað Trevor er um munað að loka þessum kafla í lífi sínu"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×