Innlent

Gagnrýna að fyrrverandi starfsmaður Hafró meti rannsóknir

Það orkar tvímælis að sjávarútvegsráðherra hafi fengið einstakling sem starfað hefur hjá Hafró til að stýra nefnd sem meðal annars á að benda á hvaða rannsóknir á þorskstofninum skorti. Þetta segir reynslumikill skipstjóri sem segir ljóst að ráðgjöf stofnunarinnar hafi ekki skilað sér.

Sjávarútvegs kynnti fyrir rúmri viku kvóta næsta fiskveiðiárs og hefur þorskkvóti verið verulega skertur. Kristinn Gestsson hefur verið skipstjóri í tæpa þrjá áratugi. Hann telur að þau tæki sem Hafrannsóknarstofnun hafi til að meta stærð fiskistofnanna gefi ekki nógu góða mynd af stærð stofnanna og að mun meira sé af fiski í sjónum en Hafró telur.

Á sama tíma og skerðing þorskkvóta var kynnt tilkynnti sjávarútvegsráðherra að ákveðið hefði verið að setja á laggirnar starfshóp sem hefur meðal annars það markmið að að benda á hvaða rannsóknir skorti á þorskstofninum. Nefndin mun starfa undir forystu Guðrúnar Marteinsdóttur, prófessors í fiskifræði við Háskóla Íslands, en hún starfaði á tímabili hjá Hafró. Kristinn segir að þar sem flestar rannsóknir á stofninum séu gerðar hjá Hafró þá hefði verði æskilegra að fá einhvern sem ekki hefur starfað þar til að stýra hópnum.

Guðrún segir ekkert óeðlilegt við að hún stýri nefndinni þar sem hlutverk hennar sé að taka sama yfirlit yfir rannsóknir sem eru í gangi og þá ekkert frekar rannsóknir á vegum Hafró heldur en annarra aðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×