Erlent

Fóstureyðingar löglegar í Portúgal

MYND/AFP

Lög sem heimila fóstureyðingu tóku gildi í Portúgal í dag. Nú mega konur láta eyða fóstri á fyrstu tíu vikum meðgöngu. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um lögin í febrúar síðastliðnum en hún var ógild vegna þess hversu fáir tóku þátt. Engu að síður tóku stjórnvöld tillit til úrslita kosninganna en 59,25% þeirra sem greiddu atkvæði vildu aflétta banninu.

Talið er að hingað til hafi verið framkvæmdar 23 þúsund ólöglegar fóstureyðingar á ári hverju og stjórnvöld vonast til þess að nýju lögin eigi eftir að draga úr tíðni þeirra.

Níu sjúkrahús í Portúgal hafa hins vegar sagt að þau muni ekki framkvæma fóstureyðingar þar sem læknar á þeim neita að framkvæma þær.

Nú eru Malta, Írland og Pólland einu Evrópulöndin sem enn takmarka fóstureyðingar verulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×