Aron Pálmi blandast í hneykslismál sem skekur Texas 7. mars 2007 18:45 Aron Pálmi Ágústsson hefur verið beðinn að vitna í pólitísku hneykslismáli sem skekur Texas-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld barnafangelsa í fylkinu og ríkisstjórinn eru sakaðir um að hylma yfir víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum í fangelsunum. Aron, sem lýkur afplánun á tíu ára dómi sínum eftir fimm mánuði, vill vitna um eigin reynslu af kynferðisofbeldinu en óttast hefndaraðgerðir. Hann hefur beðið sendiráðið um stuðning. Þetta mál hefur verið að vinda uppá sig í pólitíkinni í Texas síðustu daga en Aron Pálmi Ágústsson sem sat í unglingafangelsi í sjö ár hefur tengst því vegna reynslu sinnar. Í gær stormuðu lögreglumenn ínn í öll unglingafangelsi í Texas til að rannska ásakanir um víðtæka hylmingu yfir kynferðisofbeldi gegn föngunum á síðustu árum. Í síðustu viku var Perry ríkisstjóri borin þeim sökum að starfsfólk hans hefði ekki brugðist við í tvö ár þrátt fyrir vitneskju um þetta kynferðisofbeldi. Síðan þá hefur ringt yfir sögum og ásökunum um misbeitingu starfsmanna á unglingunum. Yfirstjórn þessara barnafangelsa, - Texas Youth Commission - hefur verið vikið frá og ríkisstjórinn hefur fyrirskipað víðtæka rannsókn. Fylkisþingið hefur rinnig stofnað sérstaka rannsóknarnefnd. Málið hefur vakið athygli um allt land. Andstæðingur Perrys fylkisstjóra hafa sótt hart að honum vegna þessa henykslismáls. Einn af þeim sem þar hefur verið fremstur í flokki, Juan Hinojosa, þigmaður, hafði samband við Aron Pálma en hann eyddi sjö árum í Giddings barnafangelsinu í Texas - og er enn á reynslulausn eftir að hafa hlotið 10 ára fangelsisdóm þrettán ára gamall. Fór hann fram á það að Aron vitnaði um eigin reynslu og því sem hann upplifði í Giddings. Hann var sjálfur fórnarlamb kynferðisofbeldis og segir raunar að í unglingafangelsinu hafi slíkt ofbeldi verið daglegt brauð. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann óttaðist hemdaraðgerðir ef hann vitnaði gegn Texas Youth Commission. Vegna þessa hefur Aron haft samband við íslenska sendiráðið í Washington og beðið um stuðning. Aron Pálmi er enn á reynslulausn og er með takmarkað ferðafrelsi. Hann fær að sækja skóla en er stöðugt með GPS senditæki fest við ökklann og fylgst er með honum. 10 ára refsidómi sem hann hlaut 13 ára lýkur í ágúst og mun hann þegar koma til Íslands. Hann hlaut dóm sinn fyrir að brjóta gegn sér yngri dreng með því að setja lim hans í munn sér. Saksóknarinn í málinu krafðist 30 ára fangelsis yfir honum en dómarinn taldi 10 ára dóm hæfilegan. Beiðni Arons um að vera fluttur í afplánun til Íslands hefur ítrekað verið hafnað. Fréttir Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Aron Pálmi Ágústsson hefur verið beðinn að vitna í pólitísku hneykslismáli sem skekur Texas-fylki í Bandaríkjunum. Yfirvöld barnafangelsa í fylkinu og ríkisstjórinn eru sakaðir um að hylma yfir víðtæku kynferðislegu ofbeldi gegn ungmennum í fangelsunum. Aron, sem lýkur afplánun á tíu ára dómi sínum eftir fimm mánuði, vill vitna um eigin reynslu af kynferðisofbeldinu en óttast hefndaraðgerðir. Hann hefur beðið sendiráðið um stuðning. Þetta mál hefur verið að vinda uppá sig í pólitíkinni í Texas síðustu daga en Aron Pálmi Ágústsson sem sat í unglingafangelsi í sjö ár hefur tengst því vegna reynslu sinnar. Í gær stormuðu lögreglumenn ínn í öll unglingafangelsi í Texas til að rannska ásakanir um víðtæka hylmingu yfir kynferðisofbeldi gegn föngunum á síðustu árum. Í síðustu viku var Perry ríkisstjóri borin þeim sökum að starfsfólk hans hefði ekki brugðist við í tvö ár þrátt fyrir vitneskju um þetta kynferðisofbeldi. Síðan þá hefur ringt yfir sögum og ásökunum um misbeitingu starfsmanna á unglingunum. Yfirstjórn þessara barnafangelsa, - Texas Youth Commission - hefur verið vikið frá og ríkisstjórinn hefur fyrirskipað víðtæka rannsókn. Fylkisþingið hefur rinnig stofnað sérstaka rannsóknarnefnd. Málið hefur vakið athygli um allt land. Andstæðingur Perrys fylkisstjóra hafa sótt hart að honum vegna þessa henykslismáls. Einn af þeim sem þar hefur verið fremstur í flokki, Juan Hinojosa, þigmaður, hafði samband við Aron Pálma en hann eyddi sjö árum í Giddings barnafangelsinu í Texas - og er enn á reynslulausn eftir að hafa hlotið 10 ára fangelsisdóm þrettán ára gamall. Fór hann fram á það að Aron vitnaði um eigin reynslu og því sem hann upplifði í Giddings. Hann var sjálfur fórnarlamb kynferðisofbeldis og segir raunar að í unglingafangelsinu hafi slíkt ofbeldi verið daglegt brauð. Hann sagði í samtali við Stöð 2 að hann óttaðist hemdaraðgerðir ef hann vitnaði gegn Texas Youth Commission. Vegna þessa hefur Aron haft samband við íslenska sendiráðið í Washington og beðið um stuðning. Aron Pálmi er enn á reynslulausn og er með takmarkað ferðafrelsi. Hann fær að sækja skóla en er stöðugt með GPS senditæki fest við ökklann og fylgst er með honum. 10 ára refsidómi sem hann hlaut 13 ára lýkur í ágúst og mun hann þegar koma til Íslands. Hann hlaut dóm sinn fyrir að brjóta gegn sér yngri dreng með því að setja lim hans í munn sér. Saksóknarinn í málinu krafðist 30 ára fangelsis yfir honum en dómarinn taldi 10 ára dóm hæfilegan. Beiðni Arons um að vera fluttur í afplánun til Íslands hefur ítrekað verið hafnað.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira