Erlent

Bush gagnrýnir Chavez

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna.
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna. MYND/AFP
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali sem birtist í dag að efnahagsstefna Hugo Chavez, forseta Venesúela, myndi leiða til enn meiri fátæktar í landinu. Viðtalið er birt rétt áður en Bush leggst í ferðalag um Suður-Ameríku sem á að vara við hentistefnu af því tagi sem Bush segir Chavez stunda.

Bush mun hitta forseta Brasilíu, Uruguay, Kólumbíu, Gvatemala og Mexíkó. Hann ætlar sér að upphefja lýðræði, frjáls viðskipti og samvinnu við Bandaríkin. Þetta gerir hann í þeim tilgangi að snúa þessum ríkjum frá „falsloforðum" vinstri sinnaðra leiðtoga eins og Hugo Chavez. Bush mun einnig ræða Doha samkomulagið til þess að liðka fyrir samkomulagi.

Bush viðurkenndi þó að það efnahagsmódel sem hann segði best væri einhvern tíma að bæta ástandið. Bush sagðist líka vonast til þess að kerfið á Kúbu myndi breytast þegar að Kastró myndi hverfa af sjónarsviðinu, ef það væri það sem kúbverskir kjósendur vildu. „Ég veit ekki hversu lengi hann á eftir að lifa - en ég trúi því að kerfið sem hann setti á eigi ekki að lifa hann, ef það er það sem fólkið vill." sagði Bush að lokum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×