Viðskipti innlent

Securitas kaupir 30 prósenta hlut í ND á Íslandi

Öryggisfyrirtækið Securitas hf. hefur keypt 30 prósenta hlut í þekkingar- og tæknifyrirtækinu ND á Íslandi, sem hefur fundið upp, þróað og selt tæki til sjálfvirkrar skráningar á aksturslagi bíla með sérstökum ökurita. Kaupverð er trúnaðarmál en með kaupunum er Securitas orðinn stærsti hluthafinn í ND á Íslandi.

Með ökuritum, sem kallast SAGAsystem, ná rekstraraðilar að auka öryggi sinna ökutækja og minnka þannig slysahættu, auk þess sem aukin hagkvæmni næst í rekstri þeirra. Síðast en ekki síst má benda á að bætt nýting getur dregið verulega úr umhverfismengun ökutækja, að því er segir í tilkynningu um viðskiptin.

Fyrir liggur einkaleyfi á tækninni um gjörvallan heim, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×