Erlent

Bush styður Gonzales

George Bush segir engar vísbendingar um að Gonzales hafi brotið af sér.
George Bush segir engar vísbendingar um að Gonzales hafi brotið af sér. MYND/AP

George Bush, forseti Bandaríkjanna, kom í gærkvöld Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra landsins, til aðstoðar í þeirri orrahríð sem hann stendur nú. Gonzales er sakaður um að átta saksóknurum úr embætti sínu af pólitískum ástæðum. Bush sagði engar vísbendingar um að ráðherrann hefði aðhafst eitthvað rangt og þess væri skammt að bíða að hann skýrði mál sitt fyrir þingnefnd. Gonzales kvaðst fyrir helgi ekki muna eftir að hafa lagt á ráðin um brottreksturinn, fyrrverandi starfsmannastjóri hans, Kyle Sampson, hafði áður fullyrt hið gagnstæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×