Erlent

Erdogan boðar til kosninga

Jónas Haraldsson skrifar
Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan.
Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan. MYND/AFP
Forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, sagði í nótt að hann ætlaði sér að boða til almennra kosninga í landinu. Hann vill líka breyta stjórnarskránni á þann veg að forseti landsins verði kosinn af almenningi en ekki þinginu.

Erdogan sagði þetta eftir að stjórnarskrárdómstóll Tyrklands hafði ógilt forsetakosningu þingsins sem fram fór á föstudaginn síðastliðinn. Stjórnarandstæðingar tóku ekki þátt í henni og kærðu hana síðan þar sem of fáir þingmenn voru viðstaddir til þess að hún yrði gild.

Fréttaskýrendur segja að niðurstaðan eigi eftir að leiða til frekari flokkadrátta í landinu.

Mikil spenna hefur verið í Tyrklandi á milli stjórnarandstæðina, sem vilja aðskilja trú- og stjórnmál, og stjórnarliða, en flokkur þeirra byggir á Íslam. Stjórnarandstæðingar hafa sakað forestaefni stjórnarliða um að vilja samtvinna trú- og stjórnmál.

Tyrkneski herinn, sem telur sig standa vörð um aðskilnað trúar og ríkis, hafði lýst því yfir að þeir myndu ekki samþykkja forseta stjórnarliða, Abduallah Gul. Herinn hefur velt fjórum ríkisstjórnum úr sessi síðan árið 1960.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×