Innlent

Viðskiptamöguleikar við Sameinuðu þjóðirnar

MYND/Getty

Viðskiptamöguleikar íslenskra fyrirtækja við Sameinuðu þjóðirnar er efni fræðslufundar á vegum Útflutningsráðs og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. Fundurinn verður haldinn í fyrramálið á Hótel sögu. Niels Ramm sérfræðingur í upplýsingaöflun á vegum Sameinuðu þjóðanna er einn fyrirlesara.

Hann fjallar um aðferðir til viðskipta við SÞ. Baldur Þorgeirsson, einn framkvæmdastjóra Kvosar, talar um reynslu af viðskiptum við samtökin. Og Arnþór Þórðarson rekstrar- og fjármálastjóri Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar kynnir útboðsvefi stofnana Sameinuðu Þjóðanna.

Fundarstjóri verður Berglind Ásgeirsdóttir sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins. Skráning á fundinn fer fram hjá Útflutningsráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×