Innlent

Kosningaloforð svikin með háu lóðarverði

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks kynnir uppbygginar- og úthlutunaráætlun borgarinnar.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks kynnir uppbygginar- og úthlutunaráætlun borgarinnar.

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir sjálfstæðismenn hafa laðað kjósendur til sín á óheiðarlegan hátt með loforðum um ódýrar lóðir. Borgarstjóri bíti síðan höfuðið af skömminni í grein um lóðarverð í Morgunblaðinu í gær.

Þar kalli hann fast verð á lóðum borgarinnar kostnaðarverð og segir að það hafi hann ávallt boðað. Dagur segir á heimasíðu sinni í dag að nú jafngildi verðið fjórföldum gatnagerðargjöldum.

Í pistli sínum vitnar Dagur í ýmis ummæli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar frá síðasta kjörtímabili. Meðal annars ummæli þar sem Vilhjálmur vitnar í 6,3 milljóna einbýlishúsalóð í Norðlingaholti sem hann segir þá ótrúlega þróun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×