Innlent

Vaxtarhraða þorsks stjórnað með ljósum

Íslenskur þorskur.
Íslenskur þorskur. MYND/Getty

Vaxtarhraða þorsks í sjókvíaeldi er hægt að stjórna með notkun ljósa samkvæmt niðurstöðum Evrópuverkefnisins Codlight-Tech. Þannig er hægt að hvetja vöxt og hægja á kynþroska hjá þorski. Við kynþroska hættir fiskurinn að vaxa með tilheyrandi kostnaði fyrir eldisaðila. Með þessari aðferð er hægt að stytta eldistíma og bæta fóðurnýtingu þannig að þorskeldi geti orðið hagkvæmara.

Vísindamenn Matvælarannsókna Íslands stýra rannsókninni, en meðal samstarfsaðila eru Hraðfrystihús Gunnvararar og Álfsfells á Ísafirði, aðila frá Skotlandi, Svíþjóð og Noregi.

Niðurstöðurnar eru nýnæmi og mikilvægar fyrir þróun þorskeldis í heiminum. Þá er um raunverulegan valkost að ræða fyrir íslenska eldisaðila þar sem orkuverð hér á landi er lágt segir í frétt á heimasíðu Matís.

Haft er eftir Dr. Þorleifi Ágússyni að þorskeldi komi líklega til með að verða næsta stóra eldisgreinin á eftir laxeldi. Því sé lögð áhersla á að skilgreina og leysa vandamál sem geti haft áhrif á þróun iðnaðarins, meðal annars kynþroska hjá eldisþorski.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×