Erlent

Datt niður dauður

Óli Tynes skrifar
Í Saudi-Arabíu mega konur ekki gifta sig nema með leyfi höfuðs fjölskyldunnar.
Í Saudi-Arabíu mega konur ekki gifta sig nema með leyfi höfuðs fjölskyldunnar.

Roskinn saudar-abiskur karlmaður datt niður dauður þegar dómstóll í Mekka úrskurðaði að þrjár fullorðnar dætur hans mættu gifta sig, gegn vilja föðurins. Í undirrétti hafði dómur fallið manninum í vil. Í Saudi-Arabíu gildir sú meginregla að konur megi ekki gifta sig nema með leyfi höfuðs fjölskyldunnar.

Dæturnar sem eru 36, 39 og 42 ára vísuðu máli sínu til æðsta dómstóls múslima í Mekka, sem gaf þeim leyfi til að giftast, svo fremi sem eiginmennirnir væru heiðarlegir menn og trúræknir. Þegar sú niðurstaða lá fyrir fékk faðirinn hjartaáfall og lést í réttarsalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×