Innlent

Ólafur Ragnar í rannsóknum fram eftir degi

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fyrir utan Bessastaði.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fyrir utan Bessastaði. MYND/Hrönn

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur undirgengist tvær rannsóknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi í morgun. Hann var fluttur með þyrlu frá Snæfellsnesi í gær eftir að hafa fundið fyrir sterkum þreytueinkennum. Hann er nú í þriðju rannsókninni. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að hann verði í rannsóknum fram eftir degi. Þá hefur forsetanum borist fjöldi kveðja og heillaóska.

Forsetahjónin voru í Stykkishólmi á laugardag þar sem þau voru við opnun vatnasafns. Að því loknu sóttu þau veislu hjá Hreiðari Má Sigurðssyni forstjóra Kaupþings. Þau gistu síðan á Hótel Búðum þar sem forsetinn fór að kenna sér meins í gærmorgun.

Læknir frá Ólafsvík taldi rétt að flytja forsetann til frekari rannsókna á Landsspítalann. Þyrla flutti hann þangað klukkan 15.30 í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×