Innlent

Ummæli Sivjar um ríkisstjórn D og S röng

Oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi segir rangt hjá Siv Friðleifsdóttur að hann hafi sagt á fundi að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eigi að mynda ríkisstjórn. Um óformlegt skens hafi verið að ræða.

Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins og heilbrigðisráðherra hélt því fram í Silfri Egils í gær að Kristján Þór Júlíusson oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi hefði sagt opinberlega á fundi að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur ættu að mynda næstu ríkisstjórn.

 

Síðan hefur verið vitnað til þessarar orða á ýmsum bloggsíðum og verið nokkur þykkja í skrifum, ekki síst framsóknarmanna. Sjálfur segir Kristján Þór að þetta sé ekki satt og barnaskap framsóknarmanna að halda slíku fram. Hann segist ekkert skilja í framsóknarmönnum að kenna öðrum um ófarir sínar í könnunum.

 

Þá segist Kristján hafa gantast óformlega með mál í vinnustaðarheimsókn á Dalvík fyrir skemmstu, ekki síst þar sem hann vissi að bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Dalvíkurbyggð heyrði á tal hans. Lengra hafi það ekki náð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×