Innlent

Fer gaumgæfilega yfir húsnæðismál ríkisins

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Árni Mathiesen fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2007.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2007. MYND/Pjetur
Árni Mathiesen fjármálaráðherra segir skýrslu Viðskiptaráðs Íslands um hagkvæmni af sölu á fasteignum ríkisins, afar athyglisverða. Hann segir að farið verið gaumgæfilega yfir niðurstöður skýrslunnar. Breytingar verði þó ekki gerðar á skömmum tíma eða umhugsunarlaust. Auk þess myndu þær kalla á breytingar á fjárlögum.

Í skýrslunni segir að ríkið geti sparað umtalsverðar fjárhæðir með því að leigja fasteignir í stað þess að eiga þær. Höfundar skýrslunnar benda meðal annars á athuganir ríkisendurkoðunar Bretlands sem sýna að verkefni hins opinbera fara í 73 prósentum tilfella fram úr kostnaðaráætlun en aðeins í 20 prósentum tilfella þegar um aðkomu einkaaðila er að ræða.

Það er ennfremur mat skýrsluhöfunda að ríkið gæti losað um hátt í 80 milljarða ef fasteignir þess yrðu seldar. Ríkið myndi einnig spara fjármagnskostnað til viðbótar við þann byggingar- og rekstrarkostnað sem sparast af fasteignum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×