Ný hús tilbúin innan tveggja ára 23. apríl 2007 18:30 MYND/Vilhelm Borgarstjórinn í Reykjavík vonar að ný og endurbyggð hús verði risin á horni Lækjargötu og Austurstrætis innan tveggja ára. Hann hefur falið embættismönnum að hefja viðræður við eigendur húsanna um kaup borgarinnar á þeim og reiknar með niðurstöðu öðru hvoru megin við mánaðamótin. Ekki liggur endanlega fyrir hvað verður gert á lóðunum sem húsin við Lækjarggötu tvö og Austurstræti 22 standa á. En það er þó ljóst þeir sem hafa stundað þar rekstur hefja hann ekki aftur þar í bráð. "Ég hef falið mínu fólki að eiga viðræður við eigendur lóðanna um hugsanleg kaup borgarinnar á þessum lóðum. Það er gert aðallega í þeim tilgangi að auðvelda okkur og flýta fyrir uppbyggingunni og tryggja eins og kostur er að þarna verði byggt sem næst upprunalegri mynd", segir Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson borgarstjóri. Þótt húsið við Lækjargötu tvö sé heillegt að sjá að utan, er það mikið skemmt. Allar líkur eru á að það verði rifið og nýtt hús byggt í staðinn. Fasteignafélagið Eik á Lækjargötu tvö, en þeir sem nú stunda rekstur í húsinu eru í algerri óvissu með áframhaldandi rekstur, þegar nýtt eða endurbyggt hús verður tilbúið. Garðar Hannes Friðjónsson framkvæmdastjóri Eikar segir erfitt að uppfylla leigusamning þegar ómögulegt er að stunda rekstur í húsinu, en félagið sé þó opið fyrir að skoða alla möguleika í stöðunni. Borgarstjóri hefur falið skipulagssviði í samvinnu við Árbæjarsafn, húsafriðunarnefnd ríkisins og minjavernd að kanna með hvaða hætti er best að standa að uppbyggingunni. Borgarstjóri er með ákveðnar hugmyndir um Lækjargötu tvö. "Síðan hef ég líka falið skipulagssviði í góðri samvinnu við Árbæjarsafn og húsafriðunarnefnd ríkisins og minjavernd að kanna með hvaða hætti væri best að standa að þessari uppbyggingu," segir borgarstjóri. Vilhjálmur segir að ekki komi til greina í hans huga að rífa Lækjargötu 2 og byggja þar hús í allt öðrum stíl. Hann sé ekki sammála Hrafni Gunnlaugssyni að setja 50 hæða glerhús á lóðina. Á þessu horni eigi að leggja áherslu á að halda í þá sögulegu götumynd sem þarna hafi verið í tæp 200 ár. Stórbruni við Lækjartorg Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Borgarstjórinn í Reykjavík vonar að ný og endurbyggð hús verði risin á horni Lækjargötu og Austurstrætis innan tveggja ára. Hann hefur falið embættismönnum að hefja viðræður við eigendur húsanna um kaup borgarinnar á þeim og reiknar með niðurstöðu öðru hvoru megin við mánaðamótin. Ekki liggur endanlega fyrir hvað verður gert á lóðunum sem húsin við Lækjarggötu tvö og Austurstræti 22 standa á. En það er þó ljóst þeir sem hafa stundað þar rekstur hefja hann ekki aftur þar í bráð. "Ég hef falið mínu fólki að eiga viðræður við eigendur lóðanna um hugsanleg kaup borgarinnar á þessum lóðum. Það er gert aðallega í þeim tilgangi að auðvelda okkur og flýta fyrir uppbyggingunni og tryggja eins og kostur er að þarna verði byggt sem næst upprunalegri mynd", segir Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson borgarstjóri. Þótt húsið við Lækjargötu tvö sé heillegt að sjá að utan, er það mikið skemmt. Allar líkur eru á að það verði rifið og nýtt hús byggt í staðinn. Fasteignafélagið Eik á Lækjargötu tvö, en þeir sem nú stunda rekstur í húsinu eru í algerri óvissu með áframhaldandi rekstur, þegar nýtt eða endurbyggt hús verður tilbúið. Garðar Hannes Friðjónsson framkvæmdastjóri Eikar segir erfitt að uppfylla leigusamning þegar ómögulegt er að stunda rekstur í húsinu, en félagið sé þó opið fyrir að skoða alla möguleika í stöðunni. Borgarstjóri hefur falið skipulagssviði í samvinnu við Árbæjarsafn, húsafriðunarnefnd ríkisins og minjavernd að kanna með hvaða hætti er best að standa að uppbyggingunni. Borgarstjóri er með ákveðnar hugmyndir um Lækjargötu tvö. "Síðan hef ég líka falið skipulagssviði í góðri samvinnu við Árbæjarsafn og húsafriðunarnefnd ríkisins og minjavernd að kanna með hvaða hætti væri best að standa að þessari uppbyggingu," segir borgarstjóri. Vilhjálmur segir að ekki komi til greina í hans huga að rífa Lækjargötu 2 og byggja þar hús í allt öðrum stíl. Hann sé ekki sammála Hrafni Gunnlaugssyni að setja 50 hæða glerhús á lóðina. Á þessu horni eigi að leggja áherslu á að halda í þá sögulegu götumynd sem þarna hafi verið í tæp 200 ár.
Stórbruni við Lækjartorg Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira