Innlent

Áfram þingað um stjórnarmyndun

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, á Þingvöllum í gær.
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, á Þingvöllum í gær.

Fundað var á Þingvöllum um myndun ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks fram á kvöld í gær og er ekki búist við öðru en að viðræðum verði framhaldið í dag. Formenn og varaformenn flokkana, ásamt framkvæmdastjórum leiddu viðræðurnar en ásamt þeim voru Árni Matthiesen, fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinsson á Þingvöllum.

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar bloggar um það undir miðnætti í gærkvöld að "Þingvallarstjórnin" væri ekki vitlaust nafn á stjórnina ef samningar nást.

Ágúst Ólafur getur þess að þau hafi verið samferða til Þingvalla í gærmorgun, hann, Össur, Ingibjörg Sólrún og Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Ró hafi verið yfir hópnum á heimleiðinni á Þingvallaveginum eftir langan og strangan vinnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×