Innlent

Aftur hafinn fundur á Þingvöllum

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar eru aftur komnir til Þingvalla til þess að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum. Þau Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir komu í þjóðgarðinn klukkan tólf, ásamt sínum fylgismönnum.

Litlar upplýsingar hafa verið veittar um gang viðræðnanna, aðeins sagt að þær gangi hressilega. Getgátur eru um að ný ríkisstjórn muni taka við völdum strax í þessari viku.

Mikill áherslumunur er þó á stefnu flokkanna í mörgum málum. Má þar nefna stóriðju og aðild að Evrópusambandinu. Það er því ljóst að talsvert þarf að lúffa til þess að viðræðurnar skili tilætluðum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×