Mogginn óttast að Ingibjörg Sólrún sprengi ríkisstjórnina Kristinn Hrafnsson skrifar 20. maí 2007 13:36 Morgunblaðinu er í dag hugleikin sú hætta að Ingibjörg Sólrún Gísladótir geti búið til ágreining við Sjálfstæðisflokkinn á miðju kjörtímabilinu og myndað vinstri stjórn. Blaðið varar við því að þetta sé mesta hættan sem Geir H. Haarde standi frammi fyrir. Samfylkingarfólk kvartaði talsvert yfir meintri andúð Morgunblaðsins á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem það taldi birtast í ritstjórnargreinum blaðsins fyrir kosnignar - og fyrstu daga eftir. Vart er ofsögum sagt að Morgunblaðinu virðist lítt gefið um þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú standa yfir. Birtist sá tónn í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Bréfahöfundur bendir á að blaðið hafi víst haft rétt fyrir sér um meintan djúpstæðan klofning í Samfylkingunni en þessu hafa Samfylkingarmenn hafnað einn af öðrum. Segir Morgunblaðið; "Það eru svo margir stjórnmálamenn í öðrum flokkum sem geta borið vitni um að Morgunblaðið fer með rétt mál að þeim gæti ofboðið við að hlusta á þetta tal samfylkingarmanna og komið fram á sjónarsviðið og skýrt frá þeirri vitneskju sem þeir hafa um þessi mál." Höfundur Reykjavíkurbréfs verður síðan hugleikin sú gjörbreytta pólitíska vígstaða Samfylkingarinnar, til hins betra með því að fá aðild að ríkisstjórn. Í því sé fólgin mikil hætta fyrir sjálfstæðismenn þegar horft sé fram á veg. Skýrir Morgunblaðið svo í hverju þessi mikla hætta sé fólgin, sem sé í því að Ingibjörg Sólrún búi til ágreining við Sjálfstæðisflokk á miðju kjörtímabili og rjúfi stjórnarsamstarfið. Þá geti hún auðveldlega myndað stjórn með Visntri Grænum og Framsóknarflokki. Geir Haarde sitji þá eftir með sárt ennið. "Það er búið að loka öðrum dyrum og ekki augljóst hvernig eigi að opna þær aftur"- segir höfundur Reykjavíkurbréfs. Í lok pólitískrar greiningar Reykjavíkurbréfs vill Morgunblaðið líka að Sjálfstæðisflokkurinn nái samkomulagi við Guðjón Arnar Kristjánsson og Frjálslynda flokkinn og bendir á að Jón Magnússon, nýr þingmaður frjálslyndra hafi verið í Sjálfstæðisflokkum frá 16 ára aldri. Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Morgunblaðinu er í dag hugleikin sú hætta að Ingibjörg Sólrún Gísladótir geti búið til ágreining við Sjálfstæðisflokkinn á miðju kjörtímabilinu og myndað vinstri stjórn. Blaðið varar við því að þetta sé mesta hættan sem Geir H. Haarde standi frammi fyrir. Samfylkingarfólk kvartaði talsvert yfir meintri andúð Morgunblaðsins á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem það taldi birtast í ritstjórnargreinum blaðsins fyrir kosnignar - og fyrstu daga eftir. Vart er ofsögum sagt að Morgunblaðinu virðist lítt gefið um þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú standa yfir. Birtist sá tónn í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Bréfahöfundur bendir á að blaðið hafi víst haft rétt fyrir sér um meintan djúpstæðan klofning í Samfylkingunni en þessu hafa Samfylkingarmenn hafnað einn af öðrum. Segir Morgunblaðið; "Það eru svo margir stjórnmálamenn í öðrum flokkum sem geta borið vitni um að Morgunblaðið fer með rétt mál að þeim gæti ofboðið við að hlusta á þetta tal samfylkingarmanna og komið fram á sjónarsviðið og skýrt frá þeirri vitneskju sem þeir hafa um þessi mál." Höfundur Reykjavíkurbréfs verður síðan hugleikin sú gjörbreytta pólitíska vígstaða Samfylkingarinnar, til hins betra með því að fá aðild að ríkisstjórn. Í því sé fólgin mikil hætta fyrir sjálfstæðismenn þegar horft sé fram á veg. Skýrir Morgunblaðið svo í hverju þessi mikla hætta sé fólgin, sem sé í því að Ingibjörg Sólrún búi til ágreining við Sjálfstæðisflokk á miðju kjörtímabili og rjúfi stjórnarsamstarfið. Þá geti hún auðveldlega myndað stjórn með Visntri Grænum og Framsóknarflokki. Geir Haarde sitji þá eftir með sárt ennið. "Það er búið að loka öðrum dyrum og ekki augljóst hvernig eigi að opna þær aftur"- segir höfundur Reykjavíkurbréfs. Í lok pólitískrar greiningar Reykjavíkurbréfs vill Morgunblaðið líka að Sjálfstæðisflokkurinn nái samkomulagi við Guðjón Arnar Kristjánsson og Frjálslynda flokkinn og bendir á að Jón Magnússon, nýr þingmaður frjálslyndra hafi verið í Sjálfstæðisflokkum frá 16 ára aldri.
Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira