Erlent

Forseti í megrunarleiðangur

Óli Tynes skrifar
Jalal Talabani; Ég vil verða eins og  George.
Jalal Talabani; Ég vil verða eins og George. MYND/AP

Jalal Talabani forseti Íraks er farinn til Bandaríkjanna í nokkurra vikna megrunarkúr. Forsetinn sem losar sjötugt ætlar að nota tækifærið til þess að hvíla sig. Talabani lagði áherslu á að hann væri ekki haldinn neinum sjúkdómi. Heilsa hans væri góð, en hann væri of feitur. Ef Guð lofaði myndi hann ráða bót á því í ferðinni.

Í byrjun mars fór Talabani á sjúkrahús í Jórdaníu, þar sem hann dvaldi í tvær vikur. Forseti Íraks hefur engin eiginleg völd. Embættið er að mestu leyti formlegt. Talabani er þó umtalsverður áhrifamaður. Bæði heimafyrir og á alþjóðavettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×