Innlent

Ný ríkisstjórn sögð vera að smella saman

Óli Tynes skrifar
Geir og Ingibjörg á Þingvöllum.
Geir og Ingibjörg á Þingvöllum.

Stjórnarmyndunarviðræðurnar á Þingvöllum standa enn yfir og er því haldið fram að ný ríkisstjórn sé að smella saman. Bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sögðu við fréttamenn síðdegis að viðræðurnar gengju vel, en vildu ekki tjá sig frekar.

Ef af stjórnarmyndun verður er talið fullvíst að hvor flokkur muni fá sex ráðherraembætti, eins og var í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Nokkuð er ljóst um þrjá sem eru eru öruggir um ráðherrastóla hjá Samfylkingunni. Menn bíða spenntir eftir að sjá hverjir hinir þrír verða.

Og menn bíða ekki síður spenntir eftir að sjá hvort gerðar verða breytingar á ráðherralista Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×