Stuðningsmenn Liverpool fylkjast um Benitez Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2007 09:55 Rafa Benitez er vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool. Nordic Photos / Getty Images Allt að fimm þúsund stuðningsmenn Liverpool munu taka þátt í göngu á leik Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld til stuðnings Rafael Benitez knattspyrnustjóra. Stuðningsmennirnir hafa í hyggju að ganga frá krá í grenni við Anfield Road, heimavöll Liverpool, og sýna þannig stuðning sinn í verki. Benitez hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga vegna deilu hans við eigendur Liverpool, þá Tom Hicks og George Gillett, um stefnu félagsins í leikmannakaupum. Benitez sagði í gær að nú væri kominn tími til að lægja öldurnar en Liverpool mætir Porto í kvöld. „Við þurfum nauðsynlega á þremur stigum að halda í kvöld," sagði hann. Á undanförnum dögum og vikum hefur hann tvívegis veist að eigendum liðsins í fjölmiðlum og sagt að þeir skilji ekki mikilvægi þess að kaupa leikmenn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi. Benitez sagði einnig að hann hafi átt góðar viðræður við Rick Parry, framkvæmdarstjóra Liverpool, í gær. Jafnvel þótt Liverpool vinni Porto í kvöld verða þeir einnig að vinna lið Marseille á úitvelli þann 11. desember til að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Aðgerðirnar eru skipulagðar af stuðningsmannasamtökunum „Reclaim the Kop“. Talsmaður samtakanna, John Mackin, sagði í samtali við The Daily Telegraph að tilgangur Liverpool væri ekki að skila eigendum sínum hagnaði. „Tilgangur Liverpool er að vinna titla og standa sig vel svo að stuðningsmenn liðsins geti verið stoltir af félaginu sínu. Rafa er langmikilvægasta persónan hjá Liverpool, það er alveg ljóst mál.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Allt að fimm þúsund stuðningsmenn Liverpool munu taka þátt í göngu á leik Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld til stuðnings Rafael Benitez knattspyrnustjóra. Stuðningsmennirnir hafa í hyggju að ganga frá krá í grenni við Anfield Road, heimavöll Liverpool, og sýna þannig stuðning sinn í verki. Benitez hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga vegna deilu hans við eigendur Liverpool, þá Tom Hicks og George Gillett, um stefnu félagsins í leikmannakaupum. Benitez sagði í gær að nú væri kominn tími til að lægja öldurnar en Liverpool mætir Porto í kvöld. „Við þurfum nauðsynlega á þremur stigum að halda í kvöld," sagði hann. Á undanförnum dögum og vikum hefur hann tvívegis veist að eigendum liðsins í fjölmiðlum og sagt að þeir skilji ekki mikilvægi þess að kaupa leikmenn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi. Benitez sagði einnig að hann hafi átt góðar viðræður við Rick Parry, framkvæmdarstjóra Liverpool, í gær. Jafnvel þótt Liverpool vinni Porto í kvöld verða þeir einnig að vinna lið Marseille á úitvelli þann 11. desember til að komast í 16-liða úrslit keppninnar. Aðgerðirnar eru skipulagðar af stuðningsmannasamtökunum „Reclaim the Kop“. Talsmaður samtakanna, John Mackin, sagði í samtali við The Daily Telegraph að tilgangur Liverpool væri ekki að skila eigendum sínum hagnaði. „Tilgangur Liverpool er að vinna titla og standa sig vel svo að stuðningsmenn liðsins geti verið stoltir af félaginu sínu. Rafa er langmikilvægasta persónan hjá Liverpool, það er alveg ljóst mál.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira