Innlent

Vill úrskurða Fossett látinn

Óli Tynes skrifar
Steve Fossett (tv) ásamt vini sínum breska auðkýfingnum Richard Branson.
Steve Fossett (tv) ásamt vini sínum breska auðkýfingnum Richard Branson.

Eiginkona bandaríska auðkýfingsins og ævintýramannsins Steve Fossett hefur beðið yfirvöld um að úrskurða að hann sé látinn.

Fossett hvarf þegar hann var að fljúga einshreyfils flugvél sinni frá Nevada til Kaliforníu.

Opinber leit úr lofti stóð í meira en mánuð. Hún bar engan árangur en hinsvegar fundust flök átta annarra flugvéla sem höfðu horfið sporlaust á undanförnum áratugum.

Landið sem Fossett flaug yfir var mjög hrjóstrugt. Þar eru bæði fjöll og djúpar gjár og ein lítil flugvél er þar eins og hin fræga saumnál.

Lögmaður eiginkonunnar segir enga von til þess að hann sé enn á lífi. Því sé rétt að hyggja að því að skipta búi hans sem er talið nema milljörðum dollara.

Steve Fossett var mikill ævintýramaður sem setti yfir eitthundrað met í allskonar flugi, bæði á flugvélum og í loftbelgjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×