Innlent

Losnaði fyrir eigin vélarafli

Flutningaskipið Sunna, sem skipafélagið Nes gerir út, skemmdist nokkuð, þegar það strandaði við Orkneyjar í gærmorgun. Að sögn Morgunblaðsins var sjö manna pólskri áhöfninni, ekki hætta búin og losanði skipið af strandstað fyrir eigin vélarafli.

Einhver sjór komst inn í skipið, sem var lestað kísiljárni frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, en hann komst ekki í vélarrúmið og ekki kom olíuleki að skipinu. Það er nú í höfn í Orkneyjkum, þar sem verið er að kanna skemmdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×