Viðskipti erlent

Mesti munur á evru og jeni

Gengi evru hefur aldrei verið veikara gagnvart japanska jeninu en í dag. Helstu ástæðurnar eru minna atvinnuleysi í Þýskalandi í desember auk þess sem sérfræðingar telja líkur á að evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti í tvígang á fyrri helmingi ársins en að japanski seðlabankinn hækki ekki vextina líkt og búist var við.

Gengi evru er 1 á móti rétt tæpum 158 jenum.

Helstu ástæðurnar fyrir veikingu evrunnar er talsvert meira atvinnuleysi í Þýskalandi, einu stærsta hagkerfi Evrópusambandsins, en búist var við. Atvinnuleysum fjölgaði um 12.000 í jólamánuðinum og eru þeir rétt rúmlega 4 milljónir talsins sem jafngildir 9,6 prósenta atvinnuleysi í landinu.

Gangi spá sérfræðinga eftir um hækkun stýrivaxta í myntbandalagi Evrópu á fyrri hluta ársins hækka stýrivextir úr 3,5 prósentum í 4 prósent á tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×