Innlent

Borgin sýknuð af kröfu erfingja Kjarvals

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu erfingja Jóhannesar Kjarvals um að fá til baka listaverk eftir meistarann sem eru í vörslu borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur fullyrt að listamaðurinn hafi gefið borginni þessi verk árið 1968 en erfingjarnir báru brigður á að um gjöf hefði verið að ræða. Þeir ætla ekki að una dómi héraðsdóms og munu áfrýja til æðri dómsstiga - jafnvel leita til dómsstóla utan landssteina.

Jóhannes Kjarval eiganðist tvö börn Svein og Aase en það eru ekkja sveins og dóttir Aase sem stefna Reykjavíkurborg og vilja fá verkin til baka. Þetta eru yfir 5000 listaverk og fleiri verðmæti sem flutt voru í vörslu borgarinnar 1968, fjórum árum áður en Kjarval deyr 87 ára að aldri. Reykjavíkurborg hefur ávallt haldið því fram að Kjarval hafi gefið borginni þessi verðmæti, en engin samningur eru til um þá gjöf. Erfingjar Kjarvals stefndu borginni og vildu fá viðurkenningu á eignarrétti sínum á eigum Kjarvals. Þessu hafnar Hérðasdómur, með vísan til vitnisburðar - meðal annars frásagnir af ummælum Geirs Hallgrímssonar fyrrverandi borgarstjóra.

það er þungt hljóðið í Ingimundi Kjarvals, barnabarni Jóhannesar Kjarvals sem segir að afi sinn hafi verið sjúkur maður þegar hann er sagður hafa gefið borginni eignir sínar. Bendir hann á að Kjarval hafi verið á sterkum geðlyfjum og skömmu síðar hafi hann ekki vitað hvar hann væri staddur. Hann segir að þessum dómi verði áfrýjað til Hæstaréttar og málið sótt fyrir erlendum dómstólum ef með þurfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×