Innlent

Opinber rannsókn á ummælum Jóns Baldvins

Hæstiréttur hefur heimilað opinbera rannsókn á ummælum Jóns Baldvins Hannibalssonar um Sigurjón heitin Sigurðsson, fyrrverandi lögreglustjóra. Vildi Jón Baldvin að börn Sigurjóns rækju einkamál gegn sér, ættu þau eitthvað sökótt við sig en Jón Baldvin kallaði Sigurjón "alræmdan" í Kastljósviðtali.

Ummæli Jóns Baldvins féllu í umræðu um málefni íslensku leyniþjónustunnar og hleranir. Vildu börn Sigjurjóns ekki una þessum ummælum og kærðu. Þetta er rannsakað sem sakamál á þeim grundvelli að þarna sé vegið að æru opinbers embættismanns. Jón Baldvin taldi að afkomendur Sigurjóns ættu að sækja málið sem einkamál en Hæstiréttur fellst ekki á það.

Ragnar Aðalssteinsson, lögmaður Jóns Baldvins taldi það brot á jafnræðisreglu að afkomendur opinberra embættismanna ættu meiri rétt en afkomendur annara. Hann bendir einnig á að þarna séu embættismenn að úrskurða og vinna í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×