Erlent

Kjörfundur hafinn í Nígeríu

Umtalsverð vandræði hafa verið við framkvæmd nígerísku forsetakosninganna sem fram fara í dag. Kjörseðlar sem nota á í kosningunum voru prentaðir erlendis og bárust því ekki til landsins fyrr en seint í gærkvöld. Erfiðlega hefur gengið að dreifa þeim í kjördeildir landsins og því hófst kjörfundur ekki fyrr klukkan níu að íslenskum tíma, tveimur tímum síðar en áformað var. Snemma í morgun var reynt að sprengja upp skrifstofur landskjörstjórnar í höfuðborginni Abúdja en tilræðismönnunum tókst ekki að sprengja upp fleytifullan olíubíl sem þeir höfðu hlaðið á hvellhvettum. Nígería er fjölmennasta ríki Afríku og einn af stærstu olíuframleiðendum heims. Þetta er í fyrsta sinn í sögu landsins sem nýr forseti úr röðum borgara er kjörinn til að taka við völdum af öðrum þjóðkjörnum forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×