Formenn stjórnarflokkanna á mannmáli 13. október 2007 17:56 Ég ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta þætti mínum af Mannmáli á Stöð 2. Þar setjast gegnt mér formenn stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Þetta verður ítarlegt viðtal enda margs að spyrja eftir pólitískar sviptingar síðustu dægra. Vafalítið er þeim misskemmt yfir atburðum vikunnar en þau hafa þó lofað sjálfum sér og öðrum að valdaskiptin í borginni muni ekki hafa áhrif á samstarf flokkanna í landsstjórninni. Geir og Ingibjörg hafa ekki verið saman í sjónvarpsviðtali frá því þau settu saman stjórnina sína eftir kosningarnar í vor. Það er tími til kominn að heyra í þeim hljóðið og kanna þann meinta pólitíska hjónasvip sem margir telja að sé með þessum fyrrum höfuðandstæðingum í íslenskum stjórnmálum. Þátturinn byrjar strax að loknum fréttum kl. 19.05 á sunnudagskvöld og er í opinni dagskrá. Við sjáumst þar ... - SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun
Ég ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta þætti mínum af Mannmáli á Stöð 2. Þar setjast gegnt mér formenn stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Þetta verður ítarlegt viðtal enda margs að spyrja eftir pólitískar sviptingar síðustu dægra. Vafalítið er þeim misskemmt yfir atburðum vikunnar en þau hafa þó lofað sjálfum sér og öðrum að valdaskiptin í borginni muni ekki hafa áhrif á samstarf flokkanna í landsstjórninni. Geir og Ingibjörg hafa ekki verið saman í sjónvarpsviðtali frá því þau settu saman stjórnina sína eftir kosningarnar í vor. Það er tími til kominn að heyra í þeim hljóðið og kanna þann meinta pólitíska hjónasvip sem margir telja að sé með þessum fyrrum höfuðandstæðingum í íslenskum stjórnmálum. Þátturinn byrjar strax að loknum fréttum kl. 19.05 á sunnudagskvöld og er í opinni dagskrá. Við sjáumst þar ... - SER.