Tilraunakenndari Leaves 12. maí 2007 13:30 Arnar Guðjónsson. Hljómsveitin Leaves er langt komin með sína þriðju plötu. MYND/Valli Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves. Sveitin gefur þriðju plötu sína út í haust. Síðasta plata sveitarinnar, The Angela Test, kom út fyrir tveimur árum og í framhaldinu hitaði sveitin upp fyrir Supergrass á tónleikaferð um Bretland. Að sögn Arnars verða upptökurnar kláraðar í sumar og er útgáfa fyrirhuguð í haust. „Við höfum í rauninni aldrei hætt að vinna. Við erum alltaf að vinna í nýju efni. Við erum búnir að semja helling sem hefur verið hent.“ Arnar segir að nýja platan sé rökrétt þróun frá The Angela Test. „Það eru meiri tilraunir í gangi. Hún er ekki jafnþung og Angela og hún fer víða, allt frá elektróník yfir í popp.“ Þeir félagar ætla að gefa plötuna út sjálfir hér heima og síðan kemur í ljós hvort hún verði gefin út erlendis. Leaves er laus undan samningi við Island Records og er því frjáls sem fuglinn þessa dagana. Fram undan hjá sveitinni eru tónleikar í Stúdentakjallaranum miðvikudagskvöldið 16. maí, þar sem hljómsveitin Ég treður einnig upp. Í ágúst spilar Leaves síðan á tónlistarhátíð í Litháen. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves. Sveitin gefur þriðju plötu sína út í haust. Síðasta plata sveitarinnar, The Angela Test, kom út fyrir tveimur árum og í framhaldinu hitaði sveitin upp fyrir Supergrass á tónleikaferð um Bretland. Að sögn Arnars verða upptökurnar kláraðar í sumar og er útgáfa fyrirhuguð í haust. „Við höfum í rauninni aldrei hætt að vinna. Við erum alltaf að vinna í nýju efni. Við erum búnir að semja helling sem hefur verið hent.“ Arnar segir að nýja platan sé rökrétt þróun frá The Angela Test. „Það eru meiri tilraunir í gangi. Hún er ekki jafnþung og Angela og hún fer víða, allt frá elektróník yfir í popp.“ Þeir félagar ætla að gefa plötuna út sjálfir hér heima og síðan kemur í ljós hvort hún verði gefin út erlendis. Leaves er laus undan samningi við Island Records og er því frjáls sem fuglinn þessa dagana. Fram undan hjá sveitinni eru tónleikar í Stúdentakjallaranum miðvikudagskvöldið 16. maí, þar sem hljómsveitin Ég treður einnig upp. Í ágúst spilar Leaves síðan á tónlistarhátíð í Litháen.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira