Innlent

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins strika Björn Bjarnason út

Kjósendur Sjálfstæðisflokkins í Reykjavíkurkjördæmi Suður virðast sumir hverjir hafa tekið áskorun Jóhannesar Jónssonar, kenndan við Bónus, og strikað út nafn Björns Bjarnasonar. Nokkuð er um útstrikanir samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn.

„Það er eitthvað um útstrikanir en við höfum ekki tekið saman neinar tölur," sagði Sveinn Sveinsson, formaður kjörstjórnar í Reykjavík Suður, í samtali við Vísi.

Jóhannes Jónsson birti í dagblöðum í gær heilsíðuauglýsingar þar sem hann hvatti kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika út nafn Björns Bjarnasonar af lista flokksins. Björn skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×