Brugðist við nýjum aðstæðum Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 5. janúar 2007 00:01 Þær fréttir sem bárust á dögunum um hagtölur í sjávarvegi eru athyglisverðar. Annars vegar sjáum við af tölunum að fiskaflinn í tonnum talið er sá minnsti í 15 ár og dróst saman um fimmtung á milli ára. Hins vegar jókst verðmætið um 12 til 14 prósent frá árinu á undan. Skýringin á minni afla verður einkum rakin til mikils samdráttar í loðnuveiðum. Aflinn var 680 þúsund tonn árið 2003, fór í 525 þúsund tonn ári síðar, varð 605 þúsund tonn árið 2005, en einvörðungu 184 þúsund tonn í fyrra. Vitaskuld er þetta áfall. Loðnuveiðar og vinnsla eru mikilvægur þáttur í atvinnusköpun víða um land auk þess sem loðnan er þýðingarmesti þáttur fæðuöflunar þorsksins. Minna aðgengi að loðnu hefur áhrif á stöðu þorskstofnsins og hefur áhrif á veiðiráðgjöfina á hverju ári. Ánægjulegt var þó að sjá þá niðurstöðu úr haustleiðangri Hafrannsóknarstofnunar að loðna í maga þorsks var meiri en undanfarin ár. Atferli loðnunnar hefur verið talsvert öðruvísi undanfarin ár en fyrrum. Ekki hefur tekist að mæla loðnu á hefðbundnum tíma til þess að unnt væri að gefa út kvóta til veiðanna á þeim tíma sem venjulegt hefur verið. Í rannsóknarleiðöngrum sl. haust fannst veiðanleg loðna ekki í nægjanlegu magni. Sömu var að segja um haustrannsóknir árið 2005. Meiri áhersla var lögð á loðnuleit í fyrra og hitteðfyrra en að jafnaði áður. Veiðanleg loðna fannst þó fyrst í lok janúar í fyrra og kvótinn sem út var gefinn, var sá minnsti frá því fyrir 15 árum. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni í gegn um tíðina. Menn hafa brugðist við sveiflum í lífríkinu með margvíslegum hætti og ótrúlegt í raun að sjá hvernig atvinnugreinin hefur leitað nýrra tækifæra þegar önnur hafa brugðist. Loðnuvertíðin á síðasta ári var gott dæmi um það. Þó aflinn í tonnum talið hafi einungis verið 27 prósent loðnuaflans árið 2003, varð verðmætisminnkunin langt um minni. Því veldur að sönnu hátt afurðaverð að nokkru. En lang helsta skýringin er sú að útgerðarmenn beittu skipum sínum í aukna vinnslu. Þannig var aflaverðmætið 2003 11,8 milljarðar, ári síðar 9,4 milljarðar, ári síðar varð verðmætið 9,3 milljarðar og í fyrra 6,3 milljarðar, eða um 53% verðmætisins þegar aflinn var þó hlutfallslega miklu meiri. Höfundur er sjávarútvegsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þær fréttir sem bárust á dögunum um hagtölur í sjávarvegi eru athyglisverðar. Annars vegar sjáum við af tölunum að fiskaflinn í tonnum talið er sá minnsti í 15 ár og dróst saman um fimmtung á milli ára. Hins vegar jókst verðmætið um 12 til 14 prósent frá árinu á undan. Skýringin á minni afla verður einkum rakin til mikils samdráttar í loðnuveiðum. Aflinn var 680 þúsund tonn árið 2003, fór í 525 þúsund tonn ári síðar, varð 605 þúsund tonn árið 2005, en einvörðungu 184 þúsund tonn í fyrra. Vitaskuld er þetta áfall. Loðnuveiðar og vinnsla eru mikilvægur þáttur í atvinnusköpun víða um land auk þess sem loðnan er þýðingarmesti þáttur fæðuöflunar þorsksins. Minna aðgengi að loðnu hefur áhrif á stöðu þorskstofnsins og hefur áhrif á veiðiráðgjöfina á hverju ári. Ánægjulegt var þó að sjá þá niðurstöðu úr haustleiðangri Hafrannsóknarstofnunar að loðna í maga þorsks var meiri en undanfarin ár. Atferli loðnunnar hefur verið talsvert öðruvísi undanfarin ár en fyrrum. Ekki hefur tekist að mæla loðnu á hefðbundnum tíma til þess að unnt væri að gefa út kvóta til veiðanna á þeim tíma sem venjulegt hefur verið. Í rannsóknarleiðöngrum sl. haust fannst veiðanleg loðna ekki í nægjanlegu magni. Sömu var að segja um haustrannsóknir árið 2005. Meiri áhersla var lögð á loðnuleit í fyrra og hitteðfyrra en að jafnaði áður. Veiðanleg loðna fannst þó fyrst í lok janúar í fyrra og kvótinn sem út var gefinn, var sá minnsti frá því fyrir 15 árum. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni í gegn um tíðina. Menn hafa brugðist við sveiflum í lífríkinu með margvíslegum hætti og ótrúlegt í raun að sjá hvernig atvinnugreinin hefur leitað nýrra tækifæra þegar önnur hafa brugðist. Loðnuvertíðin á síðasta ári var gott dæmi um það. Þó aflinn í tonnum talið hafi einungis verið 27 prósent loðnuaflans árið 2003, varð verðmætisminnkunin langt um minni. Því veldur að sönnu hátt afurðaverð að nokkru. En lang helsta skýringin er sú að útgerðarmenn beittu skipum sínum í aukna vinnslu. Þannig var aflaverðmætið 2003 11,8 milljarðar, ári síðar 9,4 milljarðar, ári síðar varð verðmætið 9,3 milljarðar og í fyrra 6,3 milljarðar, eða um 53% verðmætisins þegar aflinn var þó hlutfallslega miklu meiri. Höfundur er sjávarútvegsráðherra
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun