Innlent

Búið að hreinsa alla olíu úr lest Wilson Muuga

Beðið er nú eftir að eigandi skipsins fjarlægi flakið.
Beðið er nú eftir að eigandi skipsins fjarlægi flakið. MYND/Ellert

Búið er að hreinsa alla olíu úr lest flutningaskipsins Wilson Muuga sem strandaði við Hvalsnes fyrir jól. Allur búnaðurinn sem notaður var við olíudælinguna hefur verið fluttur í land.

Í gær fóru starfsmenn Olíudreifingar og Framtaks aftur út í Wilson Muuga til að dæla upp olíu úr lest skipsins og setja hana í færanleg kör sem síðan voru flutt í land með þyrlu. Verkið gekk vel náðust um 40 tonn af olíu úr lestinni.

Alls hafa ríflega 130 tonn af svartolíu, smurolíu og glussa verið tekin úr skipinu frá því að aðgerðir Umhverfisstofnunar hófust. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þrátt fyrir þetta sé hugsanlega enn einhver olía milli banda í botntönkum skipsins og verður fylgst með því hvort eitthvað pumpist upp í lestina næstu daga. Beðið er nú eftir að eigandi skipsins fjarlægi flakið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×